Menning og hefðir


Menning Spánar og hinar ýmsu hefðir eru mörgum íslendingum framandi. Gott getur verið að vita aðeins um helstu hefðir og menningu Spánar og Costa Blanca svæðisins. Vonandi koma neðangreindar upplýsingar að góðum notum og verði fræðandi. 

 

Söguágrip.

Í dag er Spánn konungsríki á Íberíuskaga við suðvestur Evrópu en fyrir mörgum öldum voru hinir dökku hirðingjar, Márar, sem komu frá Afríku, allsráðandi á Spáni. Sögu Spánar má þannig rekja til Afríku en víða má í dag finna þessi tengsl hvort sem er í matargerð eða t.d. handverki.
 

Márar voru íbúar Magreb og síðar Íberíuskagans á miðöldum. En Íberíuskaginn er skagi á suðvesturhluta evrópu en Portúgal, Spánn, Andorra og Gíbraltar eru öll á þessum skaga.  Márar voru þannig að uppruna til Berbar, hirðingjar frá Vestur- og Norður-Afríku sem aðhylltust íslam. Orðið kemur úr grísku: mauros, sem merkir dökkur, og var það hugtak sem Rómverjar notuðu um íbúa Afríku. Landaheitin Máritanía og Marokkó eru dregin af sama orði.
Árið 711 réðust Márar inn á Íberíuskagann og lögðu stærstan hluta hans undir sig á næstu átta árum. Þegar þeir reyndu að halda áfram yfir Pýreneafjöllin voru þeir stöðvaðir af Karli hamar í orrustunni við Tours árið 732. Landinu var skipt upp í mörg lén undir Kalífanum í Kordóba.
Veldi Almóhada og Almoravída voru márísk (berbísk) stórveldi sem komu upp á 11. og 12. öld.

Kristnu smáríkin sem lifðu af í norðvesturhluta Spánar juku smám saman við veldi sitt og árið 1212 náði bandalag þessara ríkja að reka múslimsku höfðingjana frá stærstum hluta landsins. Konungdæmið Granada var þó áfram múslímskt konungsríki til 1492 þegar þeir gáfust upp fyrir her Ferdinands og Ísabellu.

Ferdinand og Ísabella eða kaþólsku konungshjónin (spænska: Los Reyes Cátolicos) á við um Ísabellu I af Kastilíu og Ferdinand II af Aragon. Þau eru jafnan talin stofnendur spænska konungsríkisins með giftingu sinni 1469. Þau luku því verki að vinna Spán frá márum (Reconquista) með því að leggja undir sig Granada 1492. Þau fengu hvort um sig titilinn „kaþólskur konungur“ frá Alexander VI páfa. Þau fjármögnuðu einnig ferðir Kólumbusar og annarra til Nýja heimsins sem jók enn á veldi þeirra og efldi stöðu þeirra í Evrópu.

Nokkrar staðreyndir um Spán: 

Lönd sem liggja að Spáni eru Portúgal að vestan og Frakkland að austan. Auk þess er örríkið Andorra í Pýreneafjöllum á landamærum Spánar og Frakklands. Syðst á Spáni er svo Gíbraltar, sem er lítið landsvæði undir yfirráðum Breta. Að norðan liggur Biskajaflói að Spáni, Atlantshafið að suðvestan og að sunnan er Gíbraltarsund og svo Miðjarðarhafið að suðaustan og austan. Syðsti oddi Spánar er jafnframt syðsti oddi meginlands Evrópu. Þar er smábær sem heitir Tarífa. Hann er á nákvæmlega 36°N. Hið opinbera heiti landsins er Reino de España. Spáni tilheyra Baleareyjar í Miðjarðarhafi (Majorka, Menorka og Íbísa), Kanaríeyjar í Atlantshafi og útlendurnar Ceuta og Melilla í Norður-Afríku. Landið er rúmlega 500.000 ferkílómetrar að flatarmáli, eða um það bil fimm sinnum stærra en Ísland. Á Spáni búa um 43 milljónir manna.

Stærstu borgir Spánar eru höfuðborgin, Madríd og Barcelona. Í Madríd búa um 5,5 milljónir manna og tæpar 5 í Barcelona. Spánn er fornfrægt menningarríki. Arabar og Berbar lögðu hluta af Spáni undir sig á miðöldum og voru þar kallaðir Márar. Miklar menningarminjar eru um dvöl þeirra á Spáni og er Alhambrahöllin líklega merkust þeirra. Barcelona þykir mjög athyglisverð fyrir nútímabyggingarlist og ber þar helst að nefna Antonio Gaudi, en byggingar hans eru víða í borginni.


Spánn var einræðisríki undir stjórn Franciscos Francos einræðisherra frá 1939 til 1975 og víða á Spáni má sjá ummerki frá valdatíma hans. Til fróðleiks má geta þess að fyrir um 2 árum samþykkti spænska ríkið lög þess efnis að fjarlægja eigi allar styttur og önnur opinber ummerki frá þessum umdeilda einræðisherra. Frá árinu 1975 hefur Juan Carlos verið konungur Spánar.
 
 
Samantekt á nokkrum fróðleiksmolum.

Höfuðborg Spánar                                

Madrid

Konungur Spánar

Juan Carlos

Forsætisráðherrra Spánar

Mariano Rajoy (frá því desember 2011)

Opinber tungumál Spánar        

Spænska (katólonska -baskneska og galísiska eru einnig opinber mál í sumu héruðum

Flatarmál Spánar

Í 50. sæti yfir stærstu lönd í heimi

Flatarmál Spánar

504.782 ferkílómetrar

% - hluti landsins sem er undir vatni        

1,04%

Fólksfjöldi

Í 29. sæti yfir fjölmennasta land í heimi.

Fólksfjöldi (2012)

47.265.321,-

Þéttleiki byggðar á hvern ferkílómeter

85/ferkílómeter

Gjaldmiðill   

Evra

Tímabelti

UTC + 1   UTC + 2 (á sumrin)

Þjóðsöngur        

Marcha Real

Þjóðarlén   

.es

Landsnúmer

34

Kjörorð ríkisins

Plus Ultra