Costablanca Suður

Costablanca Suður

Oft er talað um að Costa Blanca suður afmarkist af borginni
Alicante í norðri og Murcia í suðri sbr meðfylgj. kort. Svæðið stendur flestum Íslendingum nærri en Costa Blanca norður þar sem þúsundir Íslendinga eiga fasteignir á þessu svæði.

 

 

 

 

 

Kort af Costa Blanca suður.

 

Costa Blanca suðursvæðið er mjög víðfemt svæði þar sem landslagið er láglendara en norðursvæðið. Einkenni þessa svæðis hefur löngum verið strandirnar og saltvötnin en flestar strandir þessa svæðis hafa verið verðlaunaðar með Bláa Fánanum frá Evrópusambandinu. Til að hljóta þennan heiður þurfa svæði að uppfylla strangar kröfur um hreinleika sjávar.  

Löngum hefur verið vinsælt að baða sig í saltvötnunum vegna góðra áhrifa leðjunnar og saltsins gagnvart hinum ýmsu sjúkdómum eða svipað og íslendingar þekkja frá Bláa Lóninu.

Það má einnig segja að það sé eftirtektarvert hve uppbygging hefur verið hröð og mikil á Costa Blanca suður svæðinu. En mesti hagvöxtur hin síðar ár innan Spánar og Evrópu hefur verið á Costa Blanca suður svæðinu. Mikið er byggt og því mikið um nýlegar byggingar og ný hverfi sem teygja sig æ meira suður á bóginn meðfram strandlengjunni og inn í land. Öll hverfi eru lágreist en íbúum svæðisins fer stöðugt fjölgandi þar sem æ fleiri evrópubúar hafa uppgötvað kosti svæðisins, flytjast búferlum og skjóta þar rótum.

Costa Blanca suður svæðið nær yfir alla flóruna eða allt frá dæmigerðum spænskum þorpum til stórra nútímalegra borga og bæja. Þess má geta að víða hafa alþjóðleg fyrirtæki og verslanir opnað útibú á þessu svæði en fyrirtæki þessi hafa verið þess áskynja hve evrópubúum fjölgar hratt á þessu svæði. Sem dæmi má nefna að nýlega opnaði Ikea stórverslun nærri borginni Murcia .  

Helstu bæir og borgir sem vert er að skoða:

Alicante, Elche, Santa Pola, La Marina, San Miguel, Torrevieja, Murcia, Cartagena