Costablanca Norður

Costablanca Norður

Svæðið sem afmarkast frá Valencia  í norðri og Alicante  í suðri sbr. meðf. kort er oft nefnt Costa Blanca norður en svæðið tilheyrir Valenciasýslu eða "comunidad Valencia".

Norðurhluti Costa Blanca svæðisins einkennist af miklu fjalllendi og einstakri strandlínu. Einnig er það einkennandi fyrir þetta svæði að öll byggð er lágreist og að greina má annan byggingarstíl húsa á þessu svæði. Fasteignir á svæðinu eru einnig oft mun veglegri og íburðarmeiri en þekkist á Costa Blanca suðursvæðinu en flest hús á þessu svæði bera hinn svokallaða “ valencia byggingarstíl”.

Kort af Costa Blanca norður:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Helstu stórborgir svæðisins eru Alicante í suðri og Valencia í norðri en þær tengjast hvor annarri með hraðbrautinni A7 sem í raun nær alveg frá landamærum Frakklands í norðri og syðsta odda Spánar í suðri. Af hraðbrautinni liggja síðan aftur margar afreinar í ýmsa strandbæi sem vert er að heimsækja. Það er til að mynda stórfenglegt að aka strandlengjuna og koma við í strandbæjunum. Á þessu svæði upplifir maður oftar en ekki hinn gamla Spán ef svo má að orði komast.
 
Helstu borgir og bæir í Costa Blanca norður eru:
 
Valencia, Denia, Jávea, Calpe, Altea, Benidorm, Albir, Alcoy, Alicante