Ummæli viðskiptavina
Keep up the fantastic work"
Pálmi Steingrímsson
________________________
"Árið 2006 fórum við hjónin að leita að húsi á Spáni. Við höfðum samband við Costa Blanca og er skemmst frá því að segja, að Bjarni og starfsmenn hans reyndust okkur frábærlega vel .
Við höfum verið með húsið í útleigu og hefur Costa Blanca séð um það fyrir okkur. Það hefur gengið alveg ljómandi í gegnum árin og gestir okkar verið ánægðir.
Takk Costa Blanca .
Árni og Svava"
________________________
"Við leituðum til Costa Blanca og Spánarheimilis þegar við höfðum tekið ákvörðun um að eignast hús og afdrep á Spáni. Við höfum engar málalengingar um þau viðskipti, allt hefur staðist 100%, við vorum leidd í gegnum kaupferlið eins og blindir kettlingar sem vissum ekkert í okkar haus, allt stóðst eins og stafur á bók og erum við alsæl með okkar hlut í dag,
takk fyrir okkur Bjarni, Finnbogi og Costa Blanca
Snorri og Auður"
________________________
"Costablanca hefur reynst okkur frábærlega á Spáni hvað varðar alla þjónustu er varðar það að útvega iðnaðarmenn við ýmsar framkvæmdir sem geta komið upp á. Það hefur komið okkur á óvart hvað starfmenn Costablanca hafa brugðist skjótt við ef eitthvað áríðandi er. Það er að mikill og góð rós í þeirra hnappagat , að þeir eru með spönskumælandi starfsmenn sem getur reynst algjör nauðsyn í neyðartilvikum, þar sem spánverjar verða að teljast seint sleipir í ensku.
Bestu þakkir fyrir frábæra þjónustu.
Jón Þór Hjaltason
Ragnhildur Guðjónsdóttir"
________________________