Ummæli viðskiptavina

"Við fórum þrjár fjölskyldur saman til Spánar í gegnum Costablanca og ferðin hefði ekki getað verið betri. Allt stóðst sem okkur var sagt, þjónustan bæði hérna heima og úti var algjörlega til fyrirmyndar. Við vorum svo ánægð með bæði þjónustu og húsnæði að við ætlum að fara aftur núna í sumar.
Keep up the fantastic work"
Pálmi Steingrímsson

________________________

"Árið 2006 fórum við hjónin að leita að húsi á Spáni. Við höfðum samband við Costa Blanca og  er skemmst frá því að segja, að Bjarni og starfsmenn hans reyndust okkur  frábærlega vel .

Við höfum verið með húsið í útleigu og hefur Costa Blanca séð um það fyrir okkur. Það hefur gengið alveg ljómandi í gegnum árin og gestir okkar verið ánægðir.

Takk Costa Blanca .

Árni og Svava"

________________________

"Við leituðum til Costa Blanca og Spánarheimilis þegar við höfðum tekið ákvörðun um að eignast hús og afdrep á Spáni. Við höfum engar málalengingar um þau viðskipti, allt hefur staðist 100%, við vorum leidd í gegnum kaupferlið eins og blindir kettlingar sem vissum ekkert í okkar haus, allt stóðst eins og stafur á bók og erum við alsæl með okkar hlut í dag,
takk fyrir okkur Bjarni, Finnbogi og Costa Blanca
Snorri og Auður"

________________________

"Costablanca hefur reynst okkur frábærlega á Spáni hvað varðar alla þjónustu er varðar það að útvega iðnaðarmenn við ýmsar framkvæmdir sem geta komið upp á. Það hefur komið okkur á óvart hvað starfmenn Costablanca hafa brugðist skjótt við ef eitthvað áríðandi er. Það er að mikill og góð rós í þeirra hnappagat , að þeir eru með spönskumælandi starfsmenn sem getur reynst algjör nauðsyn í neyðartilvikum, þar sem spánverjar verða að teljast seint sleipir í ensku.
Bestu þakkir fyrir frábæra þjónustu.
Jón Þór Hjaltason
Ragnhildur Guðjónsdóttir
"
________________________