Um okkur

Á bak við Costablanca stendur einvalalið Íslendinga sem eru bæði búsettir á Spáni og Íslandi en undanfarin 7 ár höfum við einbeitt okkur að því að veita einstaklingum og fyrirtækjum sem leggja land undir fót á Spáni, framúrskarandi þjónustu á ýmsum sviðum sem byggist á góðri staðarþekkinu og áralangri reynslu okkar úr spænsku ferða- og viðskiptaumhverfi.  

Þjónustuþættir okkar eru ýmsir en nefna má:

  • Leigumiðlun fasteigna bæði til skammtíma- og langtímaleigur.
  • Aðstoð við skipulagningu á sumarfríi fjölskyldunnar, golfferðinni, vinnustaðaferðinni,  verslunarferðinni ofl.  
  • Aðstoð við kaup og sölu fasteigna á Spáni - Systrafélag okkar - www.spanarheimili.is - sér um sölu á fasteignum á Spáni til Íslendinga í samstarfi við Fasteignasöluna Heimili. 
  • Bílaleiga og ýmiss önnur útleiga fyrir ferðamanninn. 
  • Fasteignaumsjón á eignum Íslendinga á Spáni.
  • Leiguumsjón á eignum Íslendinga á Spáni.
  • Lögfræðileg aðstoð og önnur ráðgjöf til bæði einstaklinga og fyrirtækja í spænsku laga- og viðskiptaaumhverfi.
  • Veitum íslenskum ferðaskrifstofum ýmsa landþjónustu fyrir þeirra ferðamenn sem koma til Spánar. 
  • Aðstoðum íslenskar fjölskyldur við búferlaferlaflutninga til Spánar.