Kósí íbúð í Denia
Önnur svæði
Til baka Næsta eign
Leiguverð á viku:
Tílv.nr. 245

 • Leiguverð frá: 30.000 kr
 • Sumarverð (01.06 - 30.09):40.000 kr
 • Vetrarverð (01.10 - 31.05):25.000 kr
 • Langtímaleiga: Má skoða
Umhverfi

 • Næsta borg:
 • Nálægt golfvelli: Nei
Aðstaða

 • Tegund: Fjölbýli
 • Svefnherbergi: 1
 • Baðherbergi: 1
 • Svefnpláss fyrir: 4
 • Tvíbreið rúm: 2
 • Einbreið rúm: 0
 • Internet í eign:
 • Sólarverönd: Nei
 • Útisundlaug:
 • Bílastæðahús: Nei
 • Svefnsófi í stofu: Nei
 • Loftkæling: Nei
 • Sjónvarp:
 • DVD spilari: Nei
 • Þvottavél:
 • Uppþvottavél: Nei
 • Örbylgjuofn:
 • Kaffivél:
 • Grill: Nei
Lýsing

Íbúðin er í glæsilegum íbúðarkjarna þar sem aðgengi er fyrir íbúa hússins í stóran sameignilegan garð sem hefur að geyma tvær sundlaugar auk tveggja annarra sem liggja á þessu sameiginlega svæði húsanna. Mikill gróður er í garðinum og er honum einkar vel til haldið. Íbúðin sem er á þriðju hæð hússins er skynsamlega upp sett. Gengið er inn í opið rými þar sem sameinast eldhús og stofa. Í stofunni eru stórir gluggar sem snúa út að fallegum sundlaugagarðinum og er útgengt á u.þ.b. 12fm svalir þar sem tilvalið er að njóta góðra stunda í fallegu umhverfi.  1 rúmgott svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi og með innbyggðum fataskáp er í íbúðinni ásamt baðherbergi. Vandað  tvíbreytt rúm er í stofunni  (fellt inn í vegg) og er því gistipláss fyrir allt að fjóra í íbúðinni.

Eignin sem um ræðir er staðsett á frábærum stað í Denia, í hverfi sem kallast Las Marinas, og liggur hverfið meðfram þeirri löngu strandlínu sem Denia býður upp á. Íbúðarkjarninn er einungis 200 metra frá baðströnd. Mikð er af veitingahúsum umhverfis íbúðarkjarnann ásamt því eru einungis 500metrar í stóra matvöruverslun. Stutt er í alla þjónustu og eru einungis 3km að miðbænum Hvort sem það er gangandi, hjólandi, keyrandi eða með almennings samgöngum er auðveldur leikur að komast að miðkjarna Denia þar sem bærinn iðar af lífi.

Norðurhluti Costa Blanca svæðisins einkennist af miklu fjalllendi með eftirminnilegum fjallaþorpum og einstakri strandlínu með fallegum strandborgum og bæjum. Einn af helstu kostum þess að vera staðsettur á norður svæðinu er sá, að auðveldlega má gera sér dagsferðir til margra mismunandi áfangastaða án þess að þurfa að ferðast langt. Allir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi því að valkostirnir eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Denia, Javea, Calpe, Moraira, Altea og Albir eru þekktustu strandbæir norðursvæðisins.

Kastalar, söfn og fallegur arkitektúr er eitthvað sem nóg er af og gaman er að skoða auk þess að það eru margar göngu- og hjólaleiðir á svæðinu. Mikið er um hjóla, hlaupa og aðrar útivistakeppnir ásamt því að svæðið er vinsæll áfangastaður keppnisliða til æfinga. Norðursvæðið hentar vel til hinar ýmsu útiveru og eru golfvellir og skemmtigarðar þar í miklum mæli. Norður Costa Blanca er hrein paradís fyrir fjölskyldur og einstaklinga og má finna ótal ástæður fyrir því að velja svæðið sem sinn áfangastað.

Leigueignir á á einu korti
SJÁ KORTIÐ