Stórglæsileg og einstök ný efri sérhæð - Svefnplass fyriir 10
Punta Prima
Til baka Næsta eign
Leiguverð á viku:
Tílv.nr. 146

 • Leiguverð frá: 170.000 kr
 • Sumarverð (01.06 - 31.08):265.000 kr
 • Vetrarverð (01.09 - 31.05):170.000 kr
 • Langtímaleiga: Nei
Umhverfi

 • Næsta borg: Torrevieja
 • Fjarlægð frá þjónustu: Um 5 min rölt
 • Fjarlægð frá ströndu: Um 15 min rölt
 • Nálægt golfvelli: Nei
 • Fjarlægð frá flugvelli: Um 45 min í akstri
Aðstaða

 • Tegund: Sérhæð
 • Svefnherbergi: 4
 • Baðherbergi: 3
 • Svefnpláss fyrir: 10
 • Tvíbreið rúm: 2
 • Einbreið rúm: 4
 • Internet í eign:
 • Sólarverönd:
 • Útisundlaug:
 • Bílastæðahús: Nei
 • Svefnsófi í stofu:
 • Loftkæling:
 • Sjónvarp:
 • DVD spilari:
 • Þvottavél:
 • Uppþvottavél:
 • Örbylgjuofn:
 • Kaffivél:
 • Grill:
Lýsing

Frábærlega innréttuð glæný efri sérhæð sem er um 140 fm að stærð og með 25 fm svölum og 125 fm einkaþaksvölum. Allt að 10-12 manns með börnum geta gist í íbúðinni en íbúðin er með 4 svefnherbergjum og 3 baðherberjum og eru hjónarúm en í tveimur herbergjanna og stök rúm í hvoru hinna tveggja herbergjanna. Íbúðin snýr inn í íbúðakjarnann sem er með sameiginlegri glæsilegri sundlaug og góðri sólbaðsaðstöðu í kringum sundlaugina. Íbúðakjarninn er vel staðsettur og ekki nema um 5 min rölt í Punta Marina þjónusutakjarnann þar sem finna má matvöruverslunina Consum - úrval veitingastaða - apótek og McDonalds svo eitthvað sé nefnt. Þjónustukjarninn liggur með gamla þjóðveginn og þar eru má finna margar úvals veitingastaðir 
Eldhúsið er vel tækjum búið með öllum nýjusta útbúnaði en eldhúsið er opið að hluta inn í stofuna. Stofan og borðstofan er með vönduðum húsgögnum. Út frá stofunni er unnt að ganga út á rúmgóðar svalir með útsýni yfir sundlaugagarðinn en einnig er unnt að ganga út á sömu svalir frá hjónaherberginu. Frá svölunum er hringtstigi upp á þak og þar eru um 120 fm þaksvalir með útishúsgögnum. 
Frábærlega staðsett eign en ekki tekur nema um 20 min að rölta niður á Punta Prima ströndina. Um 5 min akstur i verslunarmiðstöðina Zenia Boulevard - INTERNET Í ÍBÚÐININI SEM FYLGIR MEÐ Í LEIGUNNI

Leigueignir á á einu korti
SJÁ KORTIÐ