8 nýjar strandíbúðir við La Mata i Torrevieja
Torrevieja borg
Til baka Næsta eign
Leiguverð á viku:
Tílv.nr. 135

 • Leiguverð frá: 60.000 kr
 • Vetrarverð (01.11 - 31.03):70.000 kr
 • Sumarverð (01.04 - 30.06):85.000 kr
 • Sumarverð (01.07 - 31.08):105.000 kr
 • Sumarverð (01.09 - 31.10):85.000 kr
 • Langtímaleiga: Nei
Umhverfi

 • Næsta borg: Torrevieja
 • Fjarlægð frá þjónustu: Um 2 min rölt
 • Fjarlægð frá ströndu: Um 2 min rölt
 • Nálægt golfvelli: Nei
 • Fjarlægð frá flugvelli: Um 30 min akstur
Aðstaða

 • Tegund: Fjölbýli
 • Svefnherbergi: 2
 • Baðherbergi: 2
 • Svefnpláss fyrir: 4
 • Tvíbreið rúm: 1
 • Einbreið rúm: 2
 • Internet í eign:
 • Sólarverönd:
 • Útisundlaug:
 • Bílastæðahús: Nei
 • Svefnsófi í stofu:
 • Loftkæling:
 • Sjónvarp:
 • DVD spilari:
 • Þvottavél:
 • Uppþvottavél:
 • Örbylgjuofn:
 • Kaffivél:
 • Grill:
Lýsing

8 NÝJAR GLÆSILEGAR STRANDÍBÚÐIR Í VEL STAÐSETTUM ÍBÚÐAKJARNA ALVEG VIÐ STRÖNDINA OG MIÐJARÐARHAFI Í LA MATA HVERFINU Í TORREVIEJA. - ÞARF EKKI AÐ LEIGJA ALLAR SAMAN EÐA Í EINU LAGI- HENTAR VEL STÓRFJÖLSKYLDUNNI EÐA VINAHÓPNUM SEM VILL FERÐAST SAMAN - ALLAR ÍBÚÐIRNAR VORU AFHENTAR FULLBÚNAR Í LOK ÁRS 2014 - VEL STAÐSETTAR - 50 METRAR Á STRÖNDINA-  MISMUNANDI VERÐ Á ÍBÚÐUM -  ALLAR ÍBÚÐIRNAR ERU EINS AÐ SKIPULAGI EÐA MEÐ 2 SVEFNHERB. OG 2 BAÐHERBERGJUM OG GETA ALLT FRÁ 4 - 6 GIST Í HVERRI ÍBÚÐ OG ERU ÍBÚÐIR Á MISMUNANDI HÆÐUM

Íbúðirnar eru staðsettar í ibúðakjarna sem er samsettur af fimm 8 hæða íbúðaturnum sem eru með lyfu og frábærum sameiginlegum sundlaugagarði þar er er frábær sólbaðsaðstaða. Allar íbúðirnar eru með góðum svölum og útsýni. Allt umhverfi er gróið og stutt í niður á ströndina og á veitingastaði og aðra þjónustu eins og matvörubúðir sem eru í La Mata. Um 10 min tekur að keyra niður í miðbæ Torrevieja þar sem enn meira mannlíf en þar má finna götumarkaði - tívóli - vatnsrennibrautargarð ofl. 

Allar íbúðirnar eru svipaðar að skipulagi eða með 2 svefnherbergi og 2 baðherbergi og geta 4-6 með börnum gist í hverri ibúð eða allt eftir hvernig hver íbúð hefur verið mubluð upp með húsgögnum. Sum svefnherbergin í íbúðunum eru með kojum en önnur ekki. Hver og ein íbúð er vel innréttið með nýjum húsgögnum og borðbúnaði þar sem allt er til alls. INTERNET er í flestum íbúðunum og fylgir með leigunni.

Garðurinn er alveg aflokaður og því mjög öruggur og fjölskylduvænn en enginn kemst inn i garðinn nema hafa lykil inn í garðinn. 

Um 10 min keyrsla er í Habaneras verslunarmiðstöðina og um 20 min rölti í hina nýju og vinsælu Zenia Boulevard verslunarmistöðina en þar má fá finna úrval góðra veitingastaða ásamt flottum og frábærum verslunum eins og H&M - Primark ofl. - sjá myndband hér. Í verslunarmiðstöðinni er risamatvöruverslunina Al Campo en einnig er við hliðina á íbúðakjaranum matvörubúðin Mercadona. 

Um 20-30 min akstur er á nokkra golfvelli  í nágrenninu. 

Verðin hér að ofan miðast við LEIGUVERÐ FRÁ miðað við hverja viku fyrir hverja íbúð og er VERÐIÐ það ÓDÝRASTA af þeim eignum sem eru í boði en verðin eru mismunandi eftir íbúðum en þó svipuð. 
Einnig er BÓKUNARDAGATALIÐ hér að ofan ekki virkt og því verður að senda inn Fyrirspurn með því að smella á hnappinn "Fyrirspurn eða Bóka" til að fá að vita um lausar dagsetningar og fá nákvæm verð. 

Leigueignir á á einu korti
SJÁ KORTIÐ