Skrifað 17.03.2020

Breyting á leiguskilmálum vegna Covid-19 veirunnar

Í ljósi ástandsins í heiminum í dag hefur hægst á íslensku þjóðfélagi og ákveðin óvissa í gangi og margar spurningar brenna á fólki. Mjög margir viðskiptavinir sem hafa þegar bókað leigueignir í gegnum okkur á Spáni á næstu vikum hafa sett sig í samband við okkur og lagt fyrir okkur ýmsar spurningar er lúta að sínum rétti til endugreiðslu ef hinar ýmsar sviðsmyndir koma upp.  
Í öllu þessu óvissuástandi eru þó allir sammála um að aðeins sé um tímabundið óvissuástand að ræða og að daglegt líf verði komið í eðlilegt horf eftir nokkrar vikur. Fólk mun og halda áfram að skipuleggja sín sumarfrí og því viljum við gefa væntanlegum leigjendum sveigjanlegri bókunarskilmála til að geta spornað við fækkun á innsendnum bókunum

Í ljósi alls framangreinds höfum við ákveðið að breyta bókunarskilmálum tímabundið frá og með 16.mars 2020 og með eftirfarandi hætti;

  • Ef Spánn setur á ferðabann mun leigjandi fá 100%  endurgreiðslu í gegnum sínar korta- og heimilistryggngar á þegar inngreiddum greiðslum enda er ferðabannið í gildi á brottfarardegi. Nauðsynlegt að hafa samband við tryggingarfélag. Þeir sem hafa greitt gistikostnaðinn með millifærslu fá Inneignarbréf fyrir þeirri fjáhæð sem unnt er að nýta upp í bókaða gistingu í gegnum Costablanca síðar eða út árið 2024. 
  • Ef leigjandi vill ekki fara til Spánar í ljósi þess að Landlæknir og íslensk yfirvöld hafi lagt til að Íslendingar ferðist ekki að nauðsynjalausu til Spánar þá fæst engin endurgreiðsla í gegnum kreditkortatrygiginar eða heimilistrygginar. Costablanca endurgreiðir þó 50% gistikostnaðarins með Inneignarbréf sem unnt er að nýta upp í bókaða gistingu í gegnum Costablanca síðar eða út árið 2021. 
  • Ef leigjandi vill ekki fara til Spánar þó svo ekki sé í gildi ferðabann til Spánar eða ekki í gildi tilmæli frá íslenskum yfirvöldum um að ferðast ekki að nauðsynjalausu til Spánar þá engin endugreiðsla.
  • Í öllum nýjum bókunum sem eru framkæmdar frá með 12.mars 2020 fyrir leigur sem hefjast í apríl,maí og júní á þessu ári verður staðfestingargjaldið 20% í stað 40%
  • Í öllum nýjum bókunum sem eru framkæmdar frá með 12.mars 2020 fyrir leigur sem hefjast í apríl,maí og júní á þessu ári verður lokagreiðslan 80% í stað 60% og eindagi lokagreiðslunnar er 3 vikum fyrir komudag í leigueign í stað 6 vikur.