Skrifað 04.04.2019

Blikur á lofti í flugmálum til Alicante

Það er ljóst að brotthvarf WOWair skilur eftir sig mikið skarð í framboði flugsæta til Alicante. Eins og staðan er í dag eru 3 flugfélög sem fljúga í beinu flugi til Alicante en þetta eru Icelandair - Neosair og Norwegian. Neosair er ítalskt flugfélag sem mun fljúga 1 x í viku til og frá Alicante en unnt er að bóka í gegnum heimasíðu þeirra eða Heimasíðu Heimsferða. Icelandair mun fljúga allt að 3 x í viku til og frá Alicante og unnt að bóka flugsæti í gegnum heimsíðu Vita. Að lokum er það Norwegian sem mun sem fyrr fljúga 2 x í viku til og frá Alicante. 
Allir sérfræðingar á markaði eru sammála því að Alicante flugleggurinn til og frá Íslandi er mjög eftirsóknaverður markaður fyrir flugrekstaraðila enda mikil og aukin eftirspurn eftir flugsætum á þetta svæði. Spilar þar inn í bæði aukinn fjöldi Íslendinga sem eiga orlofseignir á Spáni svo og eftirsókn svæðisins fyrir íslenska golfara og aðra sólardýrkendur.
Það eru spennandi tímar framundan og verður áhugavert að sjá hver það verður sem mun grípa gæsina á lofti og tilkynna inn beint flug til Alicante eða hreinlega bæta við núverandi framboð