Skrifað 13.06.2016

Íslendingar á Costa Blanca svæðinu hópast saman vegna EM

Búið er að semja við enska pöbbinn TRINITY um að að allir Íslendingar á Costa Blanca svæðinu geti komið saman á staðnum til að horfa á leiki Íslands á EM sem nú stendur yfir í Frakklandi. Fyrsti leikur Íslands er á móti Portúgal annað kvöld, þriðjudagskvöld, kl 21;00 að spænskum tíma. Staðurinn er staðsettur í strandhverfinu Cabo Roig á Torreviejasvæðinu. Heimilisfang staðarins er Calle Mar nr 33, 03189 Orihuela Costa, Alicante, Spain. Fyrir nokkrum dögum var Jimmy, eiganda staðarins, afhentur íslenski fáninn sem búið er að hengja upp og lofar Jimmy frábærri stemmningu enda mikill Íslandsvinur. Næsti leikur er síðan laugardaginn 18.júní kl 18;00 þegar við spilum við Ungverja. Lokaleikurinn í riðlinum er síðan við Austurríki þann 22.júní kl 18;00 að spænskum tíma. ÁFRAM ÍSLAND og við hvetjum alla til að mæta á Trininty og fanga stemmninguna.