Skrifað 05.05.2016

Golfmót Íslendinga á Spáni lokið

Það voru sællegir golfarar sem héldu að landi brott frá Spáni í síðustu viku að aflokinni frábærri golfferð og þátttöku í Costablanca Open 2016. Þessi árlega golfferð hefur svo sannanlega fest sig í sessi en í ár voru um tæplega 100 íslendingar sem tóku þátt. Blandað var saman golfi og skemmtun og ljóst að mótið heppnaðist í alla staði vel og mikil spenna var fyrir lokadaginn. Niðurröðun verðlauna var eftirfarandi;
1.sæti í Texas Scrample; Sigríður Kristinsdóttir & Auður E Jóhannsdóttir
2.sæti í Texas Scrample; Andri Sigurðsson & Jakob Bjarnar Grétarsson
3 sæti í Texas Scrampe; Jón Þór Hjaltason & Ragnhildur Guðjónsdóttir
1.sæti í Betri Bolta; Anna Björk Birgisdóttir & Steingrímur D Stefánsson
2.sæti í Betri Bolta; Anton Þórarinsson & Kjartan Bergur Jónsson
3.sæti í Betri Bolta; Hólmsteinn Björnsson & Stefán Sigurðsson

Lengsta drive karla; Anton Þórarinsson
Lengsta drive kvenna; Sigríður Kristinsdóttir
Næstu holu; Helgi Svanberg Ingason

Við vilum þakka öllum sem tóku þátt og vonumst eftir því að sjá sem flesta að ári. Dagskrá og fyrirkomulag Costablanca Open 2017 verður kynnt fljótlega. 

Með því að smella hér er unnt að sjá myndir frá mótinu og einnig á Facebook síðu okkar. 
Með því að smella hér má og sjá dagskrá mótsins í ár.