Skrifað 06.03.2016

Íslendingar handteknir á Torreviejasvæðinu

Fjórir einstaklingur á aldrinum 23 til 35 ára voru um miðjan febrúar síðastliðinn handteknir í spænska bænum San Miguel á Torreviejasvæðinu fyrir stórfellda ræktun á Marijúna.Lögreglan hefur staðfest að tveir hinna handteknu eru Íslendingar en í samhæfri lögregluaðgerð þann 16. febrúar síðasliðinn réðst lögreglan til inngöngu í 2 hús og gerði upptæk um 2,6 kg af þurrkuðum maríjúna plöntum ásamt 75 maríjúnaplöntum sem voru í ræktun en í fullri stærð. Einnig höfðu umræddu einstaklingar tengt framhjá rafmagni og ekki greitt fyrir rafmagnsnotkun undanfarin misseri eða sem nemur um 3 milljónum króna. Í lögregluaðgerðinni var og lagt mikið hald á sérhæfðan búnað til maríjíunaræktunar. Lögreglan upplýsti að hún hafi fengið nafnlausa ábendingu í gegnum tölvupóst og að lögreglumenn sem fóru á staðinn til að fylgja eftir ábendingunni hefðu hreinlega gengið á lyktina.