Skrifað 17.02.2016

Mikill uppgangur í Terra Mitica skemmtigarðinum

Eftir mikla niðursveiflu undanfarin misseri á aðsókn í skemmtigarðinn Terra Mitica við Benidorm virðast nýjir eigendur skemmtigarðsins horfa björtum augum til framtíðar á 16. starfsári garðsins. Fyrir stuttu síðan tilkynntu þeir að í sumar munu þeir opna fjögurra stjörnu hótel í skemmtigarðinum undir nafninu "Grand Luxor Hotel" en um verður að ræða 300 herbergja hótel ásamt líkamsræktaraðstöðu - Spa - veislu- og ráðstefnusölum ofl.Einnig var og tilkynnt að í júni mun garðurinn opna nýtt skemmtitæki í garðinum sem ber nafnið "Tornado" en tæki þetta verður um 30 metra hátt og mun skjóta gestum tækisins upp í himinhvolfið á um 70 km hraða um leið og það mun snúast um sjálf stig i frjálsu falli. Aðdáendur garðsins bíða spenntir eftir þessarri viðbót og ljóst að tilkoma þessa nýja tækis muni vera mikið aðráttarafl fyrir garðinn.