Skrifað 08.12.2015

Costablanca Open 2016

Áttunda árið í röð verður hið árlega Costablanca Open daganna 19. - 26. apríl 2016. Um er að ræða vikugolfferð til Spánar þar sem blandað er saman golfi - golfmóti - golfkennslu - golfskóla og skemmtun á kvöldin.  Fyrirkomulag og skipulag ferðarinnar hefur þróast að teknu tilliti til óska þátttakenda undanfarinna ára með áherslu á golf við bestu aðstæður, keppni og svo líflegri kvölddagskrá. Golfkennslan og golfskólinn verður í höndum Ívars Haukssonar PGA golfkennara og skemmtanastjóri ferðarinnar verður Anna Björk Birgisdóttir. Gist verður á 4ra stjörnu hóteli á Campoamor og spilað á þremur golfvöllum og m.a. á Las Colinas sem núna i nóvember var valinn besti golfvöllur Spánar 2015. Alla upplýsingar um ferðina má sjá með því að smella hér.