Skrifað 01.10.2012

Blikur á lofti á ALicante flugleiðinni frá Íslandi

Frá og með deginum í dag tók WOWair yfir allan flugrekstur Iceland Express og verður Iceland Express lagt formlega niður. Forsvarsmenn WOWair hafa gefið út að frá og með næsta vori muni WOWair vera með 4 flugvélar á sínum snærum og halda uppi flugi til 15 áfangastaða í evrópu. Alicante flugleggurinn er einn af þessum áfangastöðum og er ljóst að frá og með næsta vori verður fákeppni á þessari flugleið. Nú í sumar voru 4 flugrekstraraðlar sem flugu allt að 5 sinnum í viku til Alicante en það voru Icelandair, Iceland Express, Wowair og Primera Air (Heimsferðir). Gefið hefur verið út að Icelandair ætli ekki að fljúga til Alicante á næsta ári og eins og staðan er núna er staðfest að Wowair mun aðeins fljúga til Alicante. Ekki liggur enn fyrir hvað Primera Air mun gera. Það er nokkuð ljóst að flugtíðnin verður ekki eins mikil á næsta ári og var í sumar en allt lýtur út fyrir að flogið verði 2-3 sinnum í viku til Alicante í stað 5 sinnum í viku nú í sumar. Hætta er að á að slík fákeppni verði til þess að flugverð hækki frá því sem sást í boði nú í sumar og haust en unnt var að fljúga til og frá Alicante fyrir innan við kr. 30.000,- á sumum flugdagsetningum. Um leið og við óskum WOWair til hamingju með þennan merka áfanga að vera orðið næst stærsta flugfélag landsins á fyrsta starfsári sínu þá um leið óskum við þess að íslenskir fasteignaeigendur og íslenskir ferðalangar muni áfram njóta góðra kjara á flugverðum á þessari flugleið.