Skrifað 14.08.2015

Feluleikur spænskra bílaleiga

Að gefnu tilefni viljum við koma á framfæri nokkrum þarflegum ábendingum gagnvart þeim Íslendingum sem hyggjast leigja sér bílaleigubíl á Spáni. Mikið er um að það að íslenskir ferðalangar leigi sér bílaleigubíla í gegnum internetið og leiti að bestu verðunum hverju sinni. Allt of mikið hefur borið á því hjá okkar viðskiptavinum í sumar að uppgefið leiguverð á bílaleigubíl við bókun á netinu er ekki það endanlega þegar komið er til spánar. Bílaleigusamningurinn hljóðar þá mjög oft upp á mun hærri fjárhæð en bókað var á netinu. Bílaleigunnar vísa þá í smá letrið sem fáir sem enginn les en þá kemur í ljóst að bílaleigunnar rukka fyrir ýmsan falda kostnað. Nefna má sem dæmi um slíkan kostnað að bílaleigurnar rukka fyrir hvern aukabílstjóra sem er skráður á bílinn, sérstakt bensíngjald sem felst í því að þeir rukka 50-90 evrur fyrir bensínið sem er á bílnum og einnig rukka þeir fyrir barnabílstóla og barnasessur og síðast en ekki síst rukka þeir um auka kaskótryggingu á bílinn. Við undirritun leigusamningsins og afhendingu á bílnum krefjast bílaleigunnar oftar en ekki að að lagt sé fram kerditkort til tryggingar en þá blokkera þeir frá 500 - 2.000 evrur af kreditkortinu sem tryggingu fyrir skemmdun á bílnum þar til þeir hafa yfirfarið bílinn að leigutíma loknum. Við mælumst til þess að fólk skoði vel bílinn áður en lagt er af stað frá bílaleigunni og ekki vitlaust að taka mynd af bílnum af utanverðu til að koma í veg fyrir að bílaleigan leggi fram tilhæfulausa rukkun á skemmdum á bílnum. Að lokum viljum við minnast á það að samtarfsbílaleiga Costablanca til 8 ára aðhefst ekkert að ofangreindu og er allt innifalið í því verði sem er gefið upp strax í upphafi og enginn aukakostnaður.