Skrifað 29.06.2015

Hitabylgja framundan

Spænska verðurstofan hefur gefið út viðvörun um að hitabylgja skelli á flestum hlutum Spánar næstu daga. Ástæðan er veðurkerfi sem hefur hlotið heitið Flegeþon eða Eldfljótið sem dælir heitu lofti frá Afríku. Hitinn mun fara vel yfir 40 stigin inn í landi og til að mynda spáð 44 gráðum í Madrid um næstu helgi. Við Miðjarðarhafið eða á Costa Blanca ströndinni er spáð um 35 stiga hita.