Skrifað 01.06.2015

Internet í orlofseignum Costablanca

Eins og flestir leigjendur og viðskiptavinir Costablanca hafa tekið eftir í gegnum okkar leiguíbúðarvef þá byrjuðum við á því síðastliðið sumar að leigja út til okkar viðskiptavina sem leigja orlofseignir svokallaðan 3G WIFI router sem gerir leigjandanum kleift að taka fartölvuna eða Ipadinn með í fríið og vera nettengdur á Spáni fyrir kr. 5.000 á viku. Skemmst er frá því að segja að reynsla okkar af þessarri netþjónustu síðastliðið sumar gafst okkur ekki vel og því höfum við ákveðið að bjóða ekki upp á þessa þjónustu orlofssumarið 2015. Þetta er einfaldlega gert til að fyrirbyggja leiðindi og vonbrigði okkar viðskiptavina þar sem þessi netþjónustu hjá spænskum símafyrirtækjum er ekki nægjanleg boðleg þörfum íslenskra netverja. Margir fasteignaeigendur hafa þó komið upp landlínu í sín orlofshús og þar með er góð nettenging í boði og er sérstaklega merkt við það í lýsingu eignar þegar slikt er í boði. Í þeim eignum sem er ekki í boði internet þá er möguleiki að kaupa í næstu símbúð svokallað spænskt "data-simkort" til að setja í ipdadinn eða símann og ná þar með nettengingu við veraldarvefinn. Auðvitað er unnt að nota svo og íslensk símkort en við mælum ekki með því vegna kostnaðar. Að lokum viljum við taka það fram að nær annar hver veitingastaður og bar er farinn að bjoða upp á frítt Wifii.