Skrifað 13.01.2015

Árið 2014 var það heitasta í rúm 60 ár.

Samkvæmt árlegu samanburðaryfirliti spænsku Verðurstofunni AEMET var árið 2014 það heitasta og um leið það þurrasta í áraraðir í Valencia sýslu. Þess má geta að allt Costa Blanca svæðið og aðal sumarleyfisdvalarstaðir Íslendinga eru í Valencia sýslu. Meðalhitastig ársins 2014 var 16,3 gráður og hefur ársmeðaltal hitastigs í Valenciasýslu ekki mælst svo hátt síðan 1950. Einnig var árið 2014 mjög þurrt og rigndi um 30% minna árið 2014 í Valencia sýslu en að meðaltali á ári.