Skrifað 11.01.2015

Öflugur jarðskjálfti á Torreviejasvæðinu í morgunn

Flestir Íslendingar og aðrir íbúar Torreviejasvæðisins vöknuðum um kl 07;00 í morgunn þegar jarðskjalfti upp á 3,2 stig skók Torreviejasvæðið. Skjálftinn átti upptök sin rétt við bæinn Los Montesinos og fannst hann þvi víða á Torreviejasvæðinu. Að sögn yfirvalda voru engin slys á fólki og hafa engar verulegar skemmdir verið tilkynntar en ljóst að fólki var víða verulega brugðið. Að sögn nokkurra Íslendinga sem búa nærri upptöku skjálftans var skjálftinn mjög sterkur og mjög óþægileg tilfinning að vakna upp við það að allt lék á reiðiskjálfi.