Skrifað 15.10.2014

Íslensk fjölskylda tekur yfir veitingarekstur á Torreviejasvæðinu

Íslensk fjölskylda sem hefur verið búsett á Torrevieja svæðinu frá því 2005 hefur tekið að sér rekstur veitingastaðar og mótels sem er staðsett í hverfinu Torremendo sem er í um það bil fimm min akstri bænum San Miguel. Veitingastaðurinn heitir Black Bull Steakhouse Bar & Restaurant. Sjá má Facebook síðu staðarins hér  Samhliða veitingastaðnum reka þau lítið Mótel á staðnum sem er með 6 herbergjum og hvert herbergi er um 45 fm að stærð og fylgir hverju herbergi baðherbergi og svalir með frábæru útsýni. Í tilefni að þessum tímamótum verður slegið til mikillar fiskiveislu þann 1. nóvember næstkomandi. Hefst borðhald kl 19:00 en boðið verður upp á fríar rútur frá sundlaugabarnum margfræga í Las Chimosas (Bar La Piscina) og fer rútan þaðan kl 17:30 og til baka að Bar La Piscina kl 23:30.

Matseðlinn fyrir kvöldið er svohljóðandi:
Fordrykkur
Fiskisúpa
Aðalréttir: Lúða ,Þorskur ,Búri ,Rækjur,Lax og margt fleira
Verð á allt þetta er einungis 15 evrur á mann og hægt að bóka sig á Facebook síðu staðarins eða í síma 0034-698896033

Innilegar hamigjuóskir til Guðmundar/Heiðrúnar & fjölskyldu frá okkur hjá Costablanca