Skrifað 30.09.2014

Miklar rigningar við Miðjarðarhafið

Síðustu daga hafa verið miklar rigningar á Costa Blanca svæðinu og útlit fyrir að áframhald verði á rigningunni eða fram að næsta helgi. Síðastliðin föstudag var mikið úrhelli á Torreviejasvæðinu og þurfti lögreglan að loka víða götum þar sem holræsikerfi höfðu ekki undan rennslinu og víða flæddi inn í hús. Samfara rigningunni hafa verið miklar þrumur og eldingar. Golfvellir hafa þurft að loka en útlit er fyrir að eitthvað dragi úr rigninguinni í vikunni en vikan verður mjög blaut fram að helgi.