Skrifað 07.06.2014

Frítt internet á ströndinni

Í gegnum árin hafa margir sagt að Spánverjar séu oft mörgum árum eftir á í ýmsum tækninýjungum og á hinum ýmsum sviðum þjóðlífsins miðað við aðrar þjóðir. Óhætt er að fullyrða að þetta eigi ekki við um bæjaryfirvöld á Benidorm því núna í vikunni var tilkynnig að bæjarfélagið ætlar að bjóða upp á Wifi internet á ströndinni. Unnið er að því að setja upp viðeigandi búnað á ákveðnum svæðum á Levante ströndinni og mun Poniente ströndin fylgja í kjölfarið. Gott framtak það.