Skrifað 17.05.2014

Verðlaunafé afhent Krafti

Í gærdag afhentu Bjarni Sigurðsson fh. Costablanca og Ágúst Þór Gestsson verðlaunahafi á Costablanca Open 2014, stjórnarmönnum í Krafti - stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein - ávísun samtals að fjárhæð rúmar 72.000 kr. Í Costablanca Open golfmótinu í lok apríl gátu þátttakendur keypt merktan golfbolta og rann andvirði sölunnar í sameiginlegan sjóð og sá þátttakandi sem færi næstur holu á 7. braut á Las Colinas átti síðan að ákveða hvert þessi sameiginlega sjóður myndi renna. Á lokakvöldinu tilkynnti forsvarsmaður Costablanca að fyrirtækið ætlaði að tvöfalda söfnunarfjárhæðina og úr varð að umrædd fjárhæð safnaðist. Golfarinn Ágúst Þór Gestsson vann þessa holukeppni og ákvað að sjóðurinn myndi renna til Krafts. Það  var okkur mikið gleðiefni þegar forsvarsmenn Krafts tilkynntu okkur að þessa gjöf kæmi sér mjög vel þar sem verið væri að stofna sérstakan neyðarsjóð fyrir ungt fólk með krabbamein. Eftir að hafa kynnst nánar starfssemi Krafts þá hvetjum við alla til að kynna sér það öfluga starf sem þarna er unnið og um leið leggja sitt af mörkum. Frekari upplýsingar um félagið og styrkjaleiðir má sjá hér