Skrifað 16.05.2013

Velkomin á Costablanca.is

Verið velkomin inn á nýja heimasíðu þjónustufyrirtækisins Costablanca.is. Undanfarin 7 ár höfum við haldið úti öflugri upplýsinga- og þjónustusíðu fyrir þá Íslendinga sem á einn eða annan hátt leita eftir þjónustu frá sérhæfðu íslensku starfsfólki á svæðinu. Við erum þjónustu- og afþreyingarfyrirtæki skipað reynslumiklu starfsfólki bæði á Spáni og Íslandi sem hefur sérhæft sig í ýmiss konar þjónustu bæði til einstaklinga og fyrirtækja. Mikil vinna og tími og hefur farið í gerð þessarar nýju heimasíðu og hefur dregist um of að opna síðuna. En hér er hún komin og næstu vikurnar og mánuði munu bætast við fleirri efnisflokkar og meira ítarefni mun birtast inn á síðuna.