Skrifað 14.05.2014

Nýjar umferðarreglur taka gildi

Í síðustu viku tóku gildi nýjar umferðarreglur eða nánar tiltekið þann 9.maí síðastliðinn. Til fróðleiks má nefna hér helstu breytingar:
1. Hámarkshraði á hraðbrautum hefur víða verið hækkaður í 130 km/klst í stað 120 km/klst áður. Einnig hefur hámarkshraði í mörgum bæjum verið lækkaður úr 30 km/klst niður í 20 km/klst
2. Ef lögreglan verður vitni að umferðarlagabroti er nóg að lögreglan nái skráningarnúmer bílsins til að geta sent viðkomandi sekt og ekki er þörf á því að lögreglan stöðvi bifreiðina. 
3. Lögreglan hefur heimild til að gera bifreið upptæka ef ekki er í bifreiðinni barnastóll eða annar lögformlegur sætabúnaður fyrir barnið 
4. Radarvarar í bifreiðum eru ólöglegir
5. Allir hjólreiðamenn undir 16 ára aldri verða að hafa hjálma
6. Lámarkssektir fyrir ölvunarakstur hækka verulega. Ef áfengismagn mælist a.m.k. tvöfalt meira en uppgefið lágmarksviðmið er lágmarkssektargreiðsla 1.000 evrur.