Skrifað 07.05.2014

Vel heppnuð golfferð yfirstaðin.

Í síðustu viku lauk hinni árlegu Costablanca Open golfferð þar sem um 70 manns tóku þátt bæði í golfi og skemmtun alla daganna. Þetta var sjöunda árið í röð sem þessi golfferð var skipulögð af hálfu Costablanca og aldrei verið eins margir þátttakendur og nú. Ferðin í ár heppnaðist í alla staði mjög vel en keppt var bæði í Texas Scrample og Betri Bolta á eftirsóttustu golfvöllum á Costa Blanca svæðinu. Einnig var í boðið golfkennsla svo og fyrirlestur hjá okkar fremsta íslenska golfkennara dag. Myndir úr ferðinni má sjá á Facebook síðu okkar.