Skrifað 20.04.2014

Ívar Hauksson PGA golfkennari á svæðinu

Allir Íslendingar og íslenskir golfarar þekkja til Ívars Haukssonar PGA golfkennara en hann er golfkennari í fremstu röð í heiminum í dag. Ívar hefur verið búsettur á Spáni í um 15 ár og notið góðs orðstýrs fyrir góða og hnitmiðaða golfkennslu sem golfara kunna að meta. Ívar starfar sem PGA-golfkennari við fimm stjörnu golfparadísina Fairplay Golf Hotel & Spa á Costa de la Luz í Andalúsíu. Staðurinn hefur margoft hlotið viðurkenninguna World Leading Golf Resort  - sjá hér 
Ívar er núna staddur á Torreviejasvæðinu í tilefni að Costablanca Open - golfmóti Íslendinga á Spán - sem hefst í næstu viku. Ívar á nokkra lausa tíma í golfkennslu næstu daga og er því hér um kærkomið tækifæri fyrir alla golfara sem eru á Spáni um páskana og næstu daga að panta tíma hjá Ívari. Síminn hans er 0034-606743181