Skrifað 07.04.2014

Um 5 klst seinkun á Alicanteflugi á morgunn vegna verkfalls.

Náist samkomulag ekki um kjarasamning flugvallastarfsmanna hjá Isavia í dag kemur til boðaðrar vinnustöðvunar á íslenskum flugvöllum frá kl 4 til kl 9 á morgun, þriðjudaginn 8. apríl. Búast má við 3 – 4 klst. seinkun á flugi á Keflavíkurflugvelli. Flugfarþegum er bent á að fylgjast með tilkynningum á vefsvæðum flugfélaganna, Keflavíkurflugvallar eða Isavia um breytingar sem kunna að verða á flugáætlun. Flugstöðin á Keflavíkurflugvelli verður opin en hefðbundin innritun, farangursafhending og vopnaleit hefst ekki fyrr en eftir kl 9:00.  Farþegar komast því ekki inn á fríhafnarsvæði eða að brottfararhliðum fyrr en eftir þann tíma. Á morgunn, þriðjudag, mun flug Primeraair seinka til kl 12:00 í stað 06:30 í fyrramálið og mun vélin lenda í Alicante um kl 18:30 að staðartíma. Brottför frá Alicante verður ekki fyrr en um kl 19:30 að staðartíma í Alicante.