Skrifað 05.04.2014

Fjöldi íslenskra fótboltaliða í æfingabúðum á Spáni

Síðustu daga hefur fjöldi íslenskra liða verið í æfingabúðum á hinu margrómaða æfingasvæði á Campoamor til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið í knattspyrnu og næstu vikurnar munu nokkur lið til viðbótar bætast í hópinn. Liðin sem dvelja á Campoamor eru Fylkir - Fram - KR - Víkngur Ólafsvík - BÍ/Bolungarvík - Fram og Leiknir. Bæði hótelið og öll æfingaaðstaða er til mikillar fyrirmyndar og ekki að ástæðulausu að lið eins og Liverpool - Borussia Dortmund - CSKA Moscow - Hoffenheim - Malaga - Real Madrid og fleirri stórlið velja þetta sama æfingasvæði. Íslensku liðin spila nokkra æfingaleiki við spænsk lið á svæðinu.