Skrifað 15.03.2014

Stefnir í metfjölda ferðamanna í sumar

Spænski flugvallarumsjónaraðilinn AENA (svipar til Isavia á Íslandi) hefur lýst því yfir að allt stefnir í metfjölda ferðamanna í gegnum Alicante flugvöllinn í sumar. Framboð flugsæta til Alicante frá öðrum löndum í ár hefur alderi verið eins mikið og stefnir í að 10 milljóna farþegarúminnn verði rofinn í lok árs. Sem fyrr er mesta framboð flugsæta til Alicante frá Bretlandi en það er mjög eftirtektarvert í samantekt AENA að um 68,4% fjölgun er á milli ára á framboði flugsæti í ár frá Rússlandi. Einnig er eftirtektarvert að mikil fækkun er á framboði flugsæti í innanlandsfluginu til Alicante flugvallar. Sem dæmi má nefna að á síðasta ári voru um 800 þ. farþegar frá Madrid sem komu í gegnum Alicante flugvöllinn og allt stefnir í að sá farþegafjöldi verði rétt um 250 þ. í ár. Þessi fækkun á sér þó eðlilega skýringu þar sem hin nýja hraðlest á milli Madrid og Alicante er mjög vinsæl í dag.