Skrifað 06.03.2014

Laust pláss í gámi til Íslands.

Við hjá Costablanca erum að aðstoða nokkra Íslendinga við að flytja hluta af búslóð og annan varning í gámi til Íslands. Laust pláss er í gámnum ef einhverjir Íslendingar vilja nýta sér tækifærið og leigja pláss í gámnum í þeim tilgangi að koma einhverjum hlutum eða öðrum varningi frá Spáni til Íslands. Stefnt er að því að gámurinn leggi af stað til Íslands í byrjun apríl og verði kominn til Íslands í lok apríl. Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að senda línu á [email protected] með lýsingu á þeim varningi og magni sem óskað er eftir að fá pláss fyrir í gámnum.