Skrifað 21.01.2013

Hrafnhildur í CAM hættir störfum

Margir Íslendingar þekkja til Hrafnhildar Ósk Eiriksdóttur í CAM bankanum á Spáni en hún hefur starfað í bankanum í um 14 ár og megnið af þeim tíma sem útibússtjóri. Mörg hundruðir ef ekki þúsundir Íslendinga eru og hafa verið í viðskiptum við hennar útibú og notið hennar aðstoðar til fjölda ára. Hrafnhildur hefur tjáð okkur að af eigin ósk hefur hún beðið um að hætta störfum í bankanum sem í dag reyndar heitir Banco Sabadell og mun Hrafnhildur hætta störfum í bankanum þann 1. febrúar næstkomandi. Að sögn Hrafnhildar hefur hún lengi verið að hugsa þetta með sér en ákvað nú fyrir áramót að tími væri kominn til að breyta til í lífinu og takast á við nýjum verkefni. Hrafnhildur vill nýta tækifærið og þakka öllum sínum íslensku viðskiptavinum fyrir viðkynnin á liðnum árum og biður viðskiptavini sína að hafa samband við sitt útibú og að í útibúum Banco Sabadell starfi gott og reynslumikið fólk sem muni leiðbeina og aðstoða Íslendinga eftir fremsta megni. Hrafnhildur mun svara meilum fram til 1. febrúar en eftir þann tíma verður meilinu hennar lokað. Tölvupóstur Hrafnhildar er [email protected]  .com  
Við hjá Costablanca viljum þakka Hrafnhildi fyrir öll viðskiptin á liðnum árum og alla þá ómetanlegu aðstoð sem hún hefur veitt viðskiptavinum okkar oft á mjög erfiðum tímum. Við óskum henni velfarnaðar í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur í framtíðnnni.

Starfsfólk Costablanca.is