Skrifað 21.02.2014

Árshátið Íslendinga á Spáni

Þann 22.mars næstkomandi kl 19:00 fer fram árshátið Íslendinga á Costa Blanca svæðinu á Hótel Traíña í San Pedro. Hátíðin hefst kl 19:00 með fordrykk, þá verður borin fram glæsilegur 3ja rétta kvöldverður með borðvíni, vatni eða bjór. Happdrætti, lifandi tónlist við allra hæfi til klukkan eitt.
Daginn eftir er boðið uppá glæsilegt morgunverðarhlaðborð. Miðaverð á mann með gistingu í tvíbýli  53,-€ Miðaverð á mann með gistingu í einbýli 63,-€ Miðaverð án gistingar 38,-€ Skráning og Miðasala á hittingum og hjá Hrefnu og Gulla í Las Mimosas sími heima 965 073 216 eða gsm 673 979 656 tölvupóstur [email protected] Eins og áður er takmarkaður fjöldi herbergja á hótelinu og því betra að kaupa miða sem fyrst og ekki seinna en 15. mars.2014
Mikið stuð og mikið fjör !