Skrifað 28.02.2014

Marokkóbúar synda yfir til Spánar

Undanfarna daga og vikur hafa birst fréttir þess efnis að flóttafólk frá Marokkó sé að synda yfir Miðjarðarhafið yfir til borgarinnar Ceuta á Spáni í von um betra líf. Spænska lögreglan hefur verið ásökuð um að hafa skotið á fólkið í sjónum en mörg lík hafa rekið að landi. Yfirmenn lögreglunnar neita þeim ásökunum og segjast einungis skotið gúmmíkúlum. Mikil mótmæli hafa verið í ýmsum borgum og bæjum á Spáni þar sem lögreglan er ásökuð um að ganga of hart fram gagnvart flóttamönnum. Spánn er eina land evrópusambandsins sem er með landamæri við Afríku og hefur kallað eftir fjárstuðningi og aðstoð frá evrópusambandinum til að fást við þetta vandamál.