Skrifað 19.02.2014

Íslenskir golfara á Spáni velkomnir

Eins og komið hefur fram hér á síðunni mun hið árlega Costablanca Open golfmót fara fram daganna 22. til 23. apríl næstkomandi. Að gefnu tilefni viljum við koma því á framfæri við alla þá íslenska golfara sem eru annað hvort búsettir á Spáni eða dvelja þar á sama tíma og mótið fer fram að ykkur er öllum velkomið að taka þátt í gólfmótinu sjálfu. Nú þegar hafa um rúmlega 60 manns skráð sig til leiks og stærsti hluti þess hóps kemur sérstaklega með flugi frá Íslandi til að taka þátt. Umgjörð og umfang mótsins hefur stækkað með hverju árinu og sífellt sjást ný andlit í hópnum en öllum er frjáls þátttaka eða bæði lengra komnum í golfi svo og þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á golfvellinum. Costablanca Open er fyrir alla og einnig er unnt að panta tíma í golfkennslu hjá Ívari Haukssyni golfkennara á Marbella á Spáni sem verður á svæðinu á þessum tíma. Að lokum viljum við benda á að mökum þátttakenda og vinum eða börnum er velkomið að taka þátt í kvöldagskránni þar sem m.a. Eyjólfur Kristjánsson mun halda tónleika eitt kvöldið og að lokum slegið upp góðu lokapartý á lokakvöldinu. Alla dagskrá mótsins og upplýsingar má sjá hér  Upplýsingar um verð og aðrar fyrirspurnir má senda á [email protected]