Skrifað 10.01.2014

Er konungsveldi Spánar að líða undir lok ?

Um 65% spánverja vilja að Juan Carlos konungur Spánar segi af sér samkvæmt skoðannakönnun spænska dagblaðsins El Mundo.
Samkvæmt sömu könnun er innan við helmingur spánverja fylgjandi því að Spánn verði áfram konungsríki. Vinsældir Juan Carlos hafa minnkað töluvert undanfarin misseri vegna ýmissa hneykslinsmála sem hafa komið upp og hafa tengst honum eða konungsfjölskyldunni. Nú í vikunni bárust fréttir þess efnis að Christina, dóttir konungsins, þarf að mæta fyrir dóm á Spáni til svara fyrir ásakanir um fjármálamisferli og peningaþvætti.