Skrifað 04.01.2014

Vikupakki í sólina fyrir aðeins kr. 79.000 í viku

Hvernig hljómar það í þín eyru að skella sér núna í janúar eða febrúar út í sólina í eina viku fyrir aðeins kr. 79.000 kr og stytta um leið hinn íslenska vetur ? Þar sem helstu lágfargjaldaflugfélög eru að bjóða upp á mjög hagstæð flugfargjöld innan evrópu í janúar og febrúar er unnt að skella sér til Spánar á frábæru verði. Við getum verið þér innan handar með leigueign og eftir lauslega könnun er unnt að útbúa vikupakka í sólina fyrir um kr. 79.000 pr mann. Innifalið í slíkum pakka væri flug til og frá Íslandi með millilendingu í evrópu (ekki þörf á að gista) og gistingu í leigueign á Spáni ásamt flugvallarakstri fram og til baka. Þetta verð miðast við að 2 gisti saman í íbúð. Áhugasamir geta haft samband við okkur í gegnum [email protected] eða í síma 5-585858 og við verðum þér innan handar.