Skrifað 12.12.2013

Íslensk skötuveisla á Spáni

Hin árlega skötuveisla Íslendinga á Costa blanca svæðinu verður haldin þann 27.desember næstkomandi en hún verður haldin í "La Marina" hjá henni Helenu okkar í Sportcomplexinu. Í boði verður sérverkuð og vel kæst vestfirsk skata, saltfiskur, hákarl ásamt öllu tilheyrandi meðlæti eins og íslensku brennivíni.  Mæting er um kl 14:00 og borðhald hefst um kl 15:00. Skráning stendur yfir í síma 0034-698896033 (Heiðrún) eða hjá Helenu sjálfri í "La Marina" Verð 20 evrur pr mann.