Skrifað 05.12.2013

Mikil umferðarhelgi framundan

Á morgunn, 6. desember, er fullveldisdagur spánverja og því opinber frídagur á Spáni. Margar sýslur á Spáni eru einnig með frídag á mánudaginn og því er löng helgi framundan og strax í dag hefur umferðin aukist gífurlega á þjóðvegum landsins. Margir heimamenn nýta sér þetta langa helgarfrí og ferðast úr borgum innan úr landi til ferðamannastaðanna við Miðjarðarhafið. Spænska umferðarlögreglan mun auka viðbúnað sinn um helgina og hvetur ökumenna og aðra ferðalanga að sýna þolinmæði í umferðinni og fara varlega. Um leið hvetjum við Íslendinga á Costa Blanca svæðinu að fara varlega í umferðinni um helgina.