Skrifað 17.11.2013

Kalt á Spáni og snjór til fjalla

Eftir mjög góðan og heitan októbermánuð á Spáni hefur vetur konungur látið finna fyrir sér þar sem af er nóvembermánuði. Mjög kalt hefur verið við ströndina og hitastigið farið niður í 3-5 gráður á nóttinni og alveg niður í um 13-14 gráður á daginn. Inn í landi og upp til fjalla hefur hitastigið farið enn neðar og síðustu daga hefur víða snjóað sem er mjög sjaldséð sjón á Costablanca svæðinu.