Skrifað 14.11.2013

Hvernig Íslendingar á Spáni geta horft á landsleikinn

Þar sem Íslendingar erlendis geta ekki horft á hinn margumtalaða leik á milli Íslands og Króatíu í beinni á RÚV eru nokkrar leiðir til að horfa á leikinn þar sem hann verður sýndur víða. Íslendingar á Spáni hafa úr mörgum valkostum að velja þegar kemur að því að ná útsendingum frá leiknum sem verður m.a. sýndur á Youtube. Alls hafa átta sjónvarpsstöðvar staðfest að leikurinn verði í beinni útsendingu: 
Canal+   (Í beinni á Foot+)
TV4 Sweden (Í beinni á TV4 Sport)
Sport TV Portugal  (Í beinni á Sport TV 2)
HRT (Í beinni í króatíska sjónvarpinu, HRT)
Supersport  (Í beinni á SuperSport Nine í Suður-Afríku)
ESPN  (Sýnt á vefnum hjá WatchESPN og á ESPN3)
Al Jazeera (Al Jazeera Sport +2)
Setanta Australia (Í beinni á Setenta Sports Channel LIVE+)

Sport Five, sem á sýningarréttinn sendir þá einnig á Youtube síðu sinni.