Skrifað 15.11.2012

Paramount skemmtigarðurinn opnar í lok árs 2015

Í síðustu viku tilkynntu eigendur væntanlegs Paramount skemmtigarðs í Murcia sýslu að búið væri að semja við byggingarverktaka um að taka að sér framkvæmdir vegna 1. og 2. áfanga og að framkvæmdir muni hefjast í janúar 2014. Um 10 tilboð bárust í þessa 2 áfanga og hljóðaði tilboð lægstbjóðanda verulega undir kostnaðaráætlun eða upp á samtals 8,2 milljarða ísl krónur eða um 3,2 milljarða undir kostnaðaráætlun. Paramount skemmtigarðurinn verður á um 67 hektara svæði rétt sunnan við Murcia borg sem er ekki nema um 40 min akstri frá Torreveviejasvæðinu. Garðurinn svipar mjög til Disney World nema hvað þema garðsins verða úr vinsælum og sígildum Hollywood myndum. Nefna má að eitt af tækjum garðsins verður eftirlíking af Titanic skipinu í fullri stærð sem gestir garðsins munu geta virt fyrir sér og heimsótt og jafnframt upplifað að eigin raun þær aðstæður þegar skipið sökk. Einnig munu verða reist nokkur hótel inni á svæðinu ásamt ráðstefnusölum, kvikmyndaver ásamt afþreyingarsvæði með veitingastöðum, börum, bíósölum ofl. Stefnt er að opnun garðsins seinnipart ársins 2015.