Skrifað 12.11.2013

Enn nokkur sæti laus í Costablanca Open golfferðina

Hin árlega Costablanca Open golfferð verður farin vikuna 22. til 29. apríl næstkomandi eða vikuna eftir páska. Spennandi golfvellir ásamt frábærri skemmtidagskrá. Þátttakan í þessa umtöluðu ferð hefur aukist ár frá ári og ljóst að þessi uppsetning á golfferð til Spánar hefur mælst vel fyrir á meðal íslenskra golfara. Öllum frjáls þátttaka eða allt frá byrjendum í golfi til lengra komna. Eigum enn nokkur sæti laus en þátttaka er takmörkuð við 60 manns. Frekari upplýsingar um ferðina má sjá hér  http://www.costablanca.is/golf/costablanca-open/