Skrifað 09.11.2013

Madridarlestin frá Alicante er mjög vinsæl

Í júní í sumar byrjaði spænska járnbrautarfyrirtækið RENFE að bjóða upp á hraðlest frá miðborg Alicante til Madridar, höfuðborgar Spánar. Þessi leið hefur verið mjög vinsæl og hafa núna um 600 þ. manns nýtt sér þennan nýjan ferðamáta frá því júní á þessu ári. Hraðlestin fer upp í rúma 300 km hraða á klukkustund og þegar endurbætur á leiðinni lýkur nú í janúar á næsta ári mun ferðatíminn styttast enn frekar. Áætlaður ferðatími á milli Alicante og Madridar verður vera rétt um 2 klst. Íslendingar á Spáni ættu að huga vel að þessu nýja ferðamáta þar sem aldrei hefur tekið eins stuttan tíma að ferðast á landi frá svæðum Miðjarðarhafsins til Madridar.