Skrifað 01.11.2013

Leitarvélar sýna ekki alltaf bestu verðin eða þægilegustu flugleiðina

Nú í vikunni lauk beinu flugi frá Íslandi til Alicante og byrjar beint flug ekki að nýju fyrr en í byrjun apríl á næsta ári. Einnig er staðfest að íslensku flugfélögin munu ekki bjóða upp á beint jólaflug frá Íslandi þetta árið. Næstu 5-6 mánuði þurfa því íslenskir fasteignaeigendur sumarhúsa á Spáni og aðrir þeir sem vilja sól og hita í kroppinn í vetur að fjúga til Spánar með millilendingu í evrópu. Því liggur beinast við að notast við flugfargjaldaleitarvélar eins og Dohop - Skyscanner og fleirri slíkar til að finna bestur leiðina og hagstæðustu verðin. En sá böggull fylgir skammrifi að oft koma ekki upp hagstæðustu verðin eða hentugustu flugleiðirnar á slíkum letiarvélum og því öruggara að fara beint inn á vefsíður flugfélaganna og finna hagstæðasta flugið með þeim hætti.  
Í ljósi reynslunnar viljum við benda fólki á að yfirleitt er hagstæðasta flugleiðin til Alicante með millilendingu í gegnum London Gatwick. Þetta er sagt bæði með hliðsjón flugverði og lágmarks biðtíma á flugvelli eftir tengiflugi. Samkvæmt lauslegri könnun okkur er hagkvæmast að fljúga með WOW fram og til baka í gegnum London Gatwick og áfram með Easy Jet - Monarch Airline eða Norwegien til og frá Alicante. Einnig má geta þess að mjög hagkvæmt getur verið að fljúga til og frá Murcia (San Javier) flugvellinum á Spáni en Easy Jet er með daglegt flug til og frá London Gatwick til Murcia. Það eru margir sem átta sig ekki á þessari flugleið en ekki tekur nema rétt um 20 min að keyra frá Murcia flugvellinum á Torreviejasvæðið þar sem langflestir Íslendingar dvelja. Að lokum má nefna það að með smá leit á netinum fundum við nokkur flug núna í november þar sem unnt er að fljúga til Alicante og til baka aftur frá Murcia fyrir samtals innan við kr. 50.000,- og ekki nema um 1,5 til 2,5 klst bið á flugvellinum í London Gatwick.