Skrifað 29.10.2013

Spænskt efnahagslíf í bata

Þær fréttir berast nú frá ýmsum stofnunum innan spænsku stjórnsýslunnar að allar opinberar tölur sýni svart á hvítu að spænskt efnahagslíf sé í hægu bataferli eftir miklar niðursveiflu undanfarin misseri. Einstaka æðstu ráðamenn þjóðarinnar lýsa því yfir að kreppunni sé lokið á Spáni og nú sé ekkert annað en bjartir tímar framundan.