Skrifað 26.10.2013

Klukkunni á Spáni breytt yfir í vetrartímann.

Núna kl 03:00 að spænskum tíma í nótt verður kukkunni formlega breytt yfir í vetrartímann sem þýðir þá að einungis 1 klst mun muna á milli Íslands og Spánar en ekki 2 klst eins og verið hefur á sumartímanum frá því vor. Þetta er gert þannig að klukkan 03:00 verður klukkunni seinkað og hún færð aftur um 1 klst eða til kl 02:00. Á sama tíma verður þá klukkan 01:00 eftir miðnætti á Íslandi. Þetta þýðir og að sami tími verður í vetur á milli Bretlands og Íslands.