Skrifað 23.10.2013

Golfferðin Costablanca Open vorið 2014

Sjötta árið í röð munum við standa fyrir hinni vinsælu vorgolfferð Costablanca Open en ferðin verður vikuna eftir páska eða daganna 22. til 29. apríl næstkomandi. Dagskráin liggur núna fyrir og verður allt fyrirkomulag með svipuðu sniði og fyrri ferðir. Fyrirkomulag ferðarinnar hefur slegið í gegn og hefur þátttakan verið mjög góð ár eftir ár. Ferðin hentar bæði byrjendum og lengra komnum í golfi en samsetning ferðarinnar hefur mælst vel fyrir þar sem blandað er saman golfi - skemmtun og fjöri. Öllum er opin þátttaka. Nánari upplýsingar um ferðina næsta vor má sjá hér.